Þessi stórglæsilega vinkona mín er að halda sína aðra myndlistarsýningu um þessar mundir og ég er alveg ótrúlega stolt af henni. Hún er ekki bara einstaklega hæfileikarík og hugmyndarík heldur er hún líka frábær vinkona! Ég kíkti á hana á Skólabraut 26 í dag og tók nokkrar myndir til að sýna ykkur.
Vera Líndal Guðnadóttir
Þessi er mín uppáhalds
Yndislegar mæðgur
Á sýningunni eru bæði akrýl málverk og teikningar eftir hana
Ég elska litina sem að Vera notar í verkin sín og eins og þið sjáið þá er hún með ótrúlegt ímyndunarafl!
Anna Lea að skoða
Ég mæli eindregið með að fólk kíkji á hana á Skólabraut 26, sýningin er opin til 24.maí
HÉR er svo facebook síðan hennar
xox
Emmý
Þú ert yndisleg elsku besta vinkona <3 Love you!
ReplyDelete