Thursday, 18 April 2013

Gulróta cupcakes með rjómaosta-engifer kremi

Ég hef verið löt við að baka undanfarið, aðalega vegna þess að ég er upptekin við að sinna drekanum mínum og mauka ofaní hann allskonar gúrme, en í dag tók ég mér pásu frá gufusuðu og töfrasprotanum og bakaði cupcakes!
Ég eeeeelska góðar gulrótakökur og hef lengi ætlað mér að gera cupcakes útgáfu af svoleiðis og lét loksins verða af því. Í kökurnar fór eftirfarandi:

- 175 gr hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1/4 tsk salt
- 1/4 tsk matarsódi
- 1 task kanill
- 1 tsk múskat
- 140 gr sykur
- 1 vanillstöng
- sirca 250 gr af gulrótum
- börkur af einni appelsínu
- 4 msk ferskur appelsínusafi
- 2 egg
- 150 ml olía

Aðferð


Ég byrjaði á að kveikja á ofninum, ég hafði hann 190°c heitann. Næst raspaði ég gulræturnar og börkinn af appelsínunni, 

yfir þetta helti ég sirca 4 msk af ferskum appelsínusafa


Næst setti ég öll þurrefnin í skál


Ég þeytti svo eggin í nokkrar mínútur og bætti olíunni hægt og rólega við á meðan
Síðan bætti ég þurrefninu við eggja/olíu blönduna og hrærði öllu vel saman, að lokum bætti ég svo gulrótunum og appelsínuberkinum við

Ég nota alltaf þessa ískeið til að setja í cupcakes formin og mér finnst hún frábær


Þetta bakaði ég svo í sirca 14 mínútur en það er um að gera að fylgjast bara með þeim, þær urðu ljósbrúnar og fínar, það tekur mislangann tíma eftir ofnum

Á meðan að kökurnar voru í ofninum fékk drekinn minn avókadó með smá brjóstamjólk útí, það er í miklu uppáhaldi (ásamt flest öðru sem ég gef honum)

Áhugasamur


Þetta bros...




Ég hef verið dugleg að mauka fyrir hann allskonar grænmeti, aldrei að vita nema að maður skelli í barnamats bloggfærslu á næstunni??? 

Ég gerði svo krem fyrir kökurnar í það fór:

- 100 gr rjómaostur
- 100 gr smjör
- röspuð engiferrót
- vanilludropar
- flórsykur

Ég þeytti rjómaostinn og smjörið saman þar til að blandan varð ljós, þá raspaði ég engifer, líklegast í kringum 2 cm en smakkið ykkur til... Svo bætti ég við flórsykri, hugsa í kringum 300 gr eða þar til að þetta varð hæfilega þykkt og hæfilega sætt!

Svona var lokaútkoman


xox
Emmý




No comments:

Post a Comment