Saturday, 20 April 2013

Barnamatur

Eftir að drekinn minn kom í heiminn fór ég að hafa áhuga á ótrúlegustu hlutum. Þar á meðal barnamat! Ég get legið yfir hinum ýmsa fróðleik um næringu ungbarna á netinu og skoðað uppskriftir, þess vegna ákvað ég að splæsa í eitt ungbarnablogg.. ég geri mér náttúrulega fyllilega grein fyrir því að fólki þykir þetta misáhugavert !

Þetta var hráefnið sem ég gufusauð og maukaði í dag. Ég mauka sirca fyrir vikuna og frysti sem gerir þetta mjög auðvelt
- 1 rófa
- 1 sæt kartafla
- 1 epli
- 1 pera
- 1 brokkolíhaus
- 1 blómkálshaus
- 3 gulrætur
- 1 mangó
- 1 banani
- 1 rauð papríka

Drekinn var eingöngu á brjósti þar til hann varð 5 og 1/2 mánaða gamall, þá gaf ég honum að smakka smá graut, næst sætar kartöflur, gulrætur, kartöflur, blómkál, perur og epli. Þegar að ég sá að þetta fór allt saman vel í hann fór ég að gefa honum fjölbreyttara fæðu og mixa hinu og þessu saman


Ég nota þessa græju frá Philips og mér finnst hún snilld

Ég skar allt hráefnið sem ég vildi gufusjóða í nokkuð litla teninga, þannig tekur það styttri tíma

Ég hreinsaði fræin úr rauðu papríkuni og sauð hana í heilu lagi í smá tíma (tók samt lengri tíma en mig grunaði) eða þar til að hýðið var farið að losna aðeins frá, þá setti ég hana í kalt vatn, tók hýðið af og hún var reddí.

Fyrst gerði ég einfalt gulróta og rófu mauk
Þetta er mangó og banana mauk, ég tók hýðið af mangóinu og banananum og setti þetta svo í mixerinn í smá stund, mér skilst að það þurfi ekki að sjóða mangóið, sérstaklega ekki þegar að börnin eru orðin sjö mánaða gömul (eins og drekinn)

Þetta er blómkál, brokkolí og sæt kartafla

Epli og pera, ég sýð bæði eplið og peruna í smá stund áður en ég mauka það, en hef lesið mér til um að þess þurfi ekki eftir 6 mánaða aldurinn

Sæt kartafla, blómkál, brokkolí, og rauð papríka

Svo geri ég oft avókadó og banana, stappa það bara saman, þarf ekkert að sjóða eða mauka.

Ég gaf honum fyrst að smakka graut frá Holle og eftir að hann varð sex mánaða hef ég gefið honum hafragraut (líka frá Holle) í morgunmat, ég blanda hann alltaf með ferskum ávöxtum.


Mynd af google
Ég hef notað þessa olíu með matnum hans, hún er frá Holle og sérstaklega ætluð ungabörnum frá 4 mánaða aldri og tryggir að börn fái nægilegt magn af fitusýrum. Ég set 1 tsk út í grænmetis og ávaxta maukið. Ég nota hana ekki með avókadói
Ég keypti svona sniðug ílát hjá Ólavíu og Óliver. Þæginleg stærð á þessu, hægt að frysta, setja í örbylgjuofn og auðvelt að taka með ef maður er að fara eitthvert


Þetta eru sveskjur og apríkósur. Mjög auðvelt að gera, tók nokkra sveskjur/apríkósur og setti botnfylli af vatni með. Sauð þar til að þetta varð vel mjúkt og maukaði með vökvanum. Ég hef bara sett 1-2 tsk af þessu útí grautinn/grænmetismaukið hans 


Svo má alltaf nota góðar glerkrukkur, ég set þær samt bara inní ísskáp og nota þá innihaldið innan 2-3 daga

Ég enda þessa færslu á mynd af barninu sem varð 7 mánaða í gær og aldrei að vita nema að ég komi með fleiri barnamatsuppskriftir


xox
Emmý











No comments:

Post a Comment