Thursday, 24 January 2013

Fljótlegt kjúklinga/beikon spaghetti


Fékk þetta ótrúlega góða og einfalda spaghetti hjá pabba um daginn, tilvalið að nota afganga af heilum  kjúkling í þetta

Í þetta fór:
Spaghettí
Beikon eftir smekk
Kjúklingur
Hvítlaukur eftir smekk
Sólblóma og graskersfræ eftir smekk
Maldon salt

Aðferð:
1. Sjóða spaghetti
2. Steikja hvítlauk uppúr olíu í smá stund
3. Bæta við beikoni og kjúkling og steikja þar til kjúklingurinn er eldaður (eða orðinn heitur ef þú notar afganga)
4. Taka vatnið af spaghettí inu og bæta því við, blanda öllu saman
5. Steikja fræin á pönnu með smá maldon salti og strá svo yfir spaghettí-ið 

Það er örugglega mjög gott að hafa rucola og parmesan ost með þessu líka

xox
Emmý

No comments:

Post a Comment