Thursday, 2 February 2012

Fljótlegt fimmtudags-pasta

Það er ekkert grín að vakna klukkan sex, eyða 2 tímum í lest yfir daginn, mæta svo heim og elda. En þetta venst nú allt saman, er orðin nokkuð fersk í strætó klukkan 07:00 allaveganna. 

Ég ætlaði alls ekki að gera blogg um þetta pasta en það varð alveg óvart svo gott þannig að ég tók nokkrar myndir. Mjög fljótlegt og ýkt gott í svona köldu veðri.


2 hvítlauksrif
1. rauðlaukur - skorinn smátt
1/2 púrralaukur - skorinn smátt
150 gr skinka - skorin í teninga
180 gr rjómaostur
120 gr hvítlauksostur
grænmetiskraftur
smá mjólk
salt og pipar

Grænmetið steikt uppúr smá olíu og smjöri og pastað soðið í potti. Þegar að grænmetið er orðið mjúkt bæti ég restinni við og setti svo smá mjólk útí til að þynna. Að lokum er öllu blandað saman og látið malla í nokkrar mín, bar þetta fram með hvítlauksbrauði, svona til að toppa hvítlauks-gleðina.

xox
Emmý


No comments:

Post a Comment