Síðustu helgi héldu Hollendingar uppá Carnival og crew-ið á Burgemeester lét sig að sjálfsögðu ekki vanta. Þið eruð kanski að velta því fyrir ykkur hvað Carnival er, ég skal gera mitt besta að útskýra þetta fyrir ykkur.
Laugardaginn fyrir Öskudaginn heldur stór partur Hollands uppá Carnival og veislan stendur þar til á þriðjudag. Á miðvikudegi hefst svo undirbúningur fyrir næsta Carnival. Það er mikið lagt uppúr því að vera í flottum búningum (hver og einn getur metið hversu flottir þeir eru) og með rosa flottann vagn í skrúðgöngunni, það er nefninlega hápunkturinn. Carnival skrúðgangan þar sem búningar og vagnar eru sýndir, bjórinn teygaður, og frábær Hollensk technó tónlist spiluð... æji ég leyfi myndunum bara að tala sínu máli.
Demilicious var senioríta en þurfti því miður að vera í úlpu
Tveir MJÖG spenntir... eða einn mjög spenntur
Krissý vildi bara vera pæja með eye liner og rauðan varalit, flottust
Þá hefst veislan
Ég veit alls ekki hvað þessir eiga að vera, en flottur róninn bakvið þá
Skvísur á hjóli
Þær byrja snemma í bjórnum í Hollandinu
Þessar fannst mér mjög fyndnar
Sýndu mjög góða takta
Það eru sko allir vinir á Carnival
Tveir krúttlegir á Carnival
Fleira var það ekki
xox
Emmý
Elska þessar myndir!!! þú ert snilld.
ReplyDelete