Monday, 5 December 2011

Sinterklaas

Í dag er 5.desember, dagurinn sem Hollendingar halda uppá afmæli Sinterklaas.


Sinterklaas er semsagt jólasveinn.. jólasveinn sem klæðir sig eins og páfinn. HÉR getur þú séð mynd af honum. Sinterklaas er samt ekki í Hollandi allt árið um kring, hann býr sko á Spáni  (don´t ask) með fullt fullt af mönnum (held samt að þeir séu hvorukyn) sem heita Zwarte Piet. eða Svarti Pétur á Íslensku.

Tvær heppnar 

Í Nóvember kemur svo Sinterklaas og allir Svörtu Pétrarnir hans með gufuskipi frá Spáni, honum er tekið fagnandi og hann gefur börnum einu sinni í viku í skóinn þangað til að afmælið sjálft rennur upp, 5.des. Mér finnst þessi saga alltaf jafn skemmtileg en ég held að ég muni aldrei venjast því að sjá mann klæddann eins og páfann koma á gufuskipi til Rotterdam með hundrað svartmálaða menn með sér. En þetta er allt saman gert fyrir börnin og þau hafa gagn og gaman af...

Systurnar stilltar og prúðar fyrr í kvöld. 

Það er kanski gaman að segja frá því að þegar að Demi var 2 ára þá fór hún með mömmu útí búð, einmitt um það leyti sem sinterklaas var að detta í hús. Í búðinni sáu þær svo hörundsdökka konu og Demi kallaði hátt og snjallt "sjáðu mamma, Zwarte Piet" og benti á konuna

Systurnar

Mæðgurnar

Á afmælinu sjálfu þá fer Sinterklaas svo milli húsa með pakka fyrir góðu börnin, hann bankar hátt og snjallt á útidyrahurðina og skilur varninginn eftir á planinu

Demi veit ekkert skemmtilegra


Bjarki heldur mikið uppá Sinterklaas

Sint kaka sem meistari Þóra Jóns gerði

Oma og stelpurnar að skera desertinn

xox
Emmý




1 comment:

  1. Ég elska þessa sögu - skrítið að þetta sé ennþá leyfilegt, þeas að hann sé með svarta aðstoðarmenn - svona í ljósi rasisma hehe.. ;) Ég var í Madrid í síðustu viku að segja þessa sögu og það trúði mér engin...

    Flottar myndir frænka;)

    ReplyDelete