Mér finnst ekkert betra en að byrja daginn á kaffi, jú reyndar er betra að byrja hann á drekaknúsi en kaffi eftir það er dásamlegt. Ég er ekki þessi klassíski kaffiunnandi sem að vill kaffið rjúkandi heitt og svart. Ég vil mikla mjólk og helst vil ég hafa það aaaaaðeins heitara en volgt. Í morgun keyrði ég drekann til dagmömmu og fór svo í það að útbúa heimsins besta kaffi. Í það nota ég malað kaffi frá Te og Kaffi (þetta í ljósgrænu pakkningunni) og nýmjólk.
Þessi lykt...
Þessa könnu fékk ég í jólagjöf ásamt mjólkurþeytara og hef notað hana nánast daglega síðan. Hún er frá Cilio og ég elska hana
Mér finnst allra best að nota nýmjólk með kaffinu, ég hita hana í potti og þeyti svo með tryllitækinu þar til að froðan verður fullkomlega þétt og silkimjúk (að mínu mati næst bara þessi áferð með nýmjólk). Á þessum tímapunkti var lyktin orðin svo góð að ég frussaði mjólkinni útí (sem var orðin volg) og gat ekki myndað lokaútkomuna, þetta þurfti að gerast strax.
Ef þú hefur ekki fengið þér kaffibolla í dag þá mæli ég með því einn tveir og núna.
Emmý
No comments:
Post a Comment