Wednesday, 7 August 2013

Afmæliskökur

Ég gerði afmælisköku fyrir Rósu frænku mína í júlí og svo fyrir Morten bróðir minn í dag. Mig langaði til að skreyta báðar kökurnar í sterkum litum og hafa þær svolítið sumarlegar, þess vegna fór ég á netið og skoðaði myndir af allskonar kökum. Ef þig vantar hugmyndir af afmæliskökum, þá gætiru kannski haft gaman af þessari færslu.

Rósukaka

Kakan:
220 gr smjörlíki
400 gr sykur
500 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
4 msk kakó
4 egg
1 dl mjólk
vanilludropar eftir smekk

Þetta er einfaldasta súkkulaðikakan mín og ég elska hana. Hún er fljótleg og mér finnst hún æði, ekki of sæt.. bara passleg.

Aðferð
Hræri saman sykur og smjörlíki í dágóða stund (þar til blandan verður fluffy og fín), bæti við eggjunum og hræri vel og lengi (þar til blandan verður ennþá meira fluffy), í aðra skál blanda ég saman hveiti, lyftidufti, og kakó. Bæti helmingnum af þurrefnunum við eggja/smjör/sykur blönduna ásamt hálfum dl af mjólk og hræri í smá stund. Bæti þá við restinni og blanda öllu saman. 


Þetta dugði í eitt Wilton kökuform (fékk mitt í húsasmiðjunni) og í lítið hringlaga form. Þetta bakaði ég við 180°c á blæstri í sirca 35 mín. Ég skar svo út úr hringlaga forminu stilkinn á blóminu og tvö laufblöð neðst.

Smjörkrem

200 gr smjörlíki
500 gr flórsykur
smáááá sítrónudropar
mjólk eftir smekk

aðferð
Blanda þessu öllu saman í hrærivél og hræri lengi (eiginlega því lengur því betra), hafði þetta á full speed í 4 mínútur minnir mig.


Ég skipti svo kreminu í 4 skálar og blandaði fjóra liti
Ég nota alltaf Wilton gel litina og í þessa köku notaði ég Rose í dökkbleika litinn, Leaf Green í græna litinn, Golden Yellow í þann gula og Pink í ljósbleika litinn.

Stútarnir sem ég notaði eru líka frá Wilton og heita
8B fyrir græna litinn
352 inní laufblöðin
230 fyrir útlínurnar
22 inní blómið

Svo notaði ég bara hníf til að setja kremið á hliðarnar.

Mortenskaka



Ég gerði alveg sömu uppskrift og setti hana í tvö hringlaga form og setti blandaða berjasultu á milli (það er líka mjög gott að stappa saman banana við sultuna). Ég gerði sama kremið en í staðinn fyrir sítrónudropa notaði ég vanillu og setti það í fjórar skálar.

Litirnir sem ég notaði heita Leaf Green, Royal Blue, Red Red, og Golden Yellow
Stútarnir sem ég notaði heita
22(gulur), 1M(blár), 1G(rauður), og 2C(grænn)


Morten var sáttur og sæll með kökuna og ég reyndar líka

xox
Emmý



No comments:

Post a Comment