Ég skil hreinlega ekki að ég sé ekki búin að skrifa um þetta salat áður. Ég get ekki talið hversu oft ég hef eldað það en uppskriftin er frá vinkonu mömmu. Þetta er eins einfalt og það gerist, fljótlegt og unaðslega gott, sérstaklega þegar að sólin skín
Það skemmir líka ekki hvað salatið er fallegt á litinn
Kjúklingasalat fyrir 3-4
- 3 kjúklingabringur
- 1 rauð papríka
- 1 stórt avókadó
- 1 þroskað mangó
- 1 askja jarðaber
- spínat
- 3-4 msk mango chutney
- 1 poki furuhnetur
- 1 hvítlauksrif
- olía
- 1 rauð papríka
- 1 stórt avókadó
- 1 þroskað mangó
- 1 askja jarðaber
- spínat
- 3-4 msk mango chutney
- 1 poki furuhnetur
- 1 hvítlauksrif
- olía
Aðferð
1. kjúklingabringur eru steiktar á pönnu uppúr olíu og hvítlauk (ef ég er að flýta mér þá sker ég kjúklinginn áður en ég steiki hann)
2. Á meðan að kjúklingurinn steikist þvæ ég spínat (það má vera hvaða salat sem er), sker papríkuna, jarðaberin og mangóið og set í salat skál
3. Þegar að kjúklingurinn er nánast eldaður þá bæti ég 3-4 msk af mango chutney á pönnuna og læt malla í 5 mínútur við lágan hita
4. Þegar að kjúklingurinn er alveg eldaður tek ég bringurnar, sker þær í þunnar sneiðar og læt kólna aðeins.
5. Bæti furuhnetunum við mango chutneyið sem er eftir á pönnunni og hita aðeins
6. Sker niður avókadó í salatið
7. Bæti kjúklingum við salatið og að lokum furuhnetu/mango chutney sósunni
2. Á meðan að kjúklingurinn steikist þvæ ég spínat (það má vera hvaða salat sem er), sker papríkuna, jarðaberin og mangóið og set í salat skál
3. Þegar að kjúklingurinn er nánast eldaður þá bæti ég 3-4 msk af mango chutney á pönnuna og læt malla í 5 mínútur við lágan hita
4. Þegar að kjúklingurinn er alveg eldaður tek ég bringurnar, sker þær í þunnar sneiðar og læt kólna aðeins.
5. Bæti furuhnetunum við mango chutneyið sem er eftir á pönnunni og hita aðeins
6. Sker niður avókadó í salatið
7. Bæti kjúklingum við salatið og að lokum furuhnetu/mango chutney sósunni
Svo er algjörlega nauðsynlegt að fá sér hvítvínsglas með þessu
Drekinn fékk barnaútgáfu af salatinu
Ég steikti smá kjúkling uppúr kókosolíu, skar hann smátt ásamt jarðaberjum, mangói og avókadó.
xox
Emmý
No comments:
Post a Comment