Ég hef áður bloggað um pizzuna hans pabba, eða réttara sagt pizzubotninn hans pabba. Í þessari uppskrift er notaður sami botn, en uppskriftina finnur þú HÉR. Mér finnst þessi botn vægast sagt unaðslegur og þessi útgáfa af pizzu er með þeim betri sem ég fæ.
Það er gott að byrja á að gera hvítlauksolíuna (á meðan að deigið bíður t.d) og leyfa henni að standa á meðan að pizzan er gerð. Hún er einföld, bara olía og kramin hvítlauksrif, ég set aldrei meira en 2 en pabbi er hvítlauksmaður og setur a.m.k.6
Næst er sósan gerð. 1/2 dl sætt sinnep, 1/2 dl dijon sinnep og 1 dl olía. Sinnepinu er fyrst hrært saman og svo olíunni blandað rólega við
Sirca 200 gr af humar fyrir einn pizzubotn, pabbi setur oftast aðeins meira
Sinnepdressingin er sett á pizzubotninn og pizzan svo sett inní 190°c heitann ofn í 10 mínútur
Eftir það er humarinn, ostur, og sveppir eftir smekk sett á pizzuna og aftur inní ofn í 10 mínútur.
Hún er svo borin fram með Rucola, parmesan osti, og hvítlauksolíunni
Einfalt, fljótlegt og fáránlega gott
xox
Emmý
No comments:
Post a Comment