Monday, 16 July 2012

Banana cupcakes með karamellu kremi


Æi ég veit það er langt síðan að ég bloggaði, en í millitíðinni hef ég útskrifast úr háskóla, flutt heim til Íslands, og komið mér fyrir. Það er ljúfara en mig minnti að eiga heima á Íslandi. Tala íslensku, fá íslenskan mat, hafa fjölskylduna hjá sér, hafa vinina hjá sér og aftur tala íslensku.

Nú þegar að ég er búin að koma mér fyrir ætti ég að hafa meiri tíma til að sinna blessuðu blogginu, lofa því. Ég hélt kökuklúbb fyrir vinkonur mínar í síðustu viku og drullumixaði banana cupcakes með karamellu kremi sem allir voru rosa ánægðir með, hér kemur uppskriftin:


12 cupcakes

125 gr smjör
200 gr sykur
200 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
2 egg
vanilludropar
50 ml mjólk
2 stappaðir bananar

Aðferð:
1. Þeyta saman sykur og smjör þangað til að blandan verður ljós
2. bæta við eggjum, vanilludropum og banana
3.setja öll þurrefni í skál og hræra saman
4. setja helming af þurrefnunum og helming af mjólk saman við smjörblönduna
5. hræra restinni saman við

Þær fóru inní 180°c heitann ofn í sirca 15 mín

Kremið var aðeins meira sans og ég man ekki nákvæmlega hvað fór mikið af hverju, ég smakkaði mig soldið til.

1. Ég þeytti saman 120 gr af smjöri, líklegast um 3 bolla af flórsykri, vanilludropa og 2 msk af mjólk þar til að kremið varð mjög fluffy. Gæti verið að þið þyrftuð að bæta við meira af mjólk eða flórsykri en það er gott að hafa það þykkt.
2. Ég hitaði 50 gr af suðu súkkulaði frá nóa siríus og lét kólna aðeins, hrærði það svo saman við kremið
3. Að lokum setti ég karamellu íssósu útí kremið, það hafa örugglega farið í kringum 5 msk. Ef þið viljið meira karamellu bragð er um að gera að vera ekkert að spara sósuna.

Það er mikilvægt að hræra það vel og lengi, þá verður það létt og gott.

Lofa góðu bloggi fljótlega

xox
Emmý

2 comments:

  1. Hvað setiru mikið af vanilludropum í kökurnar og kremið ? Er einhver íssósa betri en önnur í kremið ? :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég set líklegast 1 tsk í kökurnar og alveg 2 tsk í kremið.. oftast byrja ég á því og smakka mig svo bara til :)

      Delete