Saturday, 12 May 2012

Snúður

Ég byrjaði á því að nota heilhveiti í þessa snúða uppskrift (alltaf að prufa eitthvað nýtt sjáið til) en það gekk semsagt ekki, það deig endaði í ruslinu þannig að ég byrjaði uppá nýtt. Þið megið experimenta að vild með þessa uppskrift en ég bið ykkur um að nota venjulegt hveiti (örugglega hægt að nota fínt spelt líka). En þetta er allaveganna afrakstur dagsins:



Ég skoðaði heilann helling af uppskriftum á netinu og endaði svo á að gera þessa. Hún heppnaðist ótrúlega vel og var svona heldur stærri en ég gerði ráð fyrir (örugglega 30 snúðar). Í hana fór eftirfarandi:

800 gr hveiti
2 pakkar þurrger
100 gr hrásykur
2 tsk lyftiduft
2 1/2 dl mjólk
200 gr ósaltað smjör
1 dl vatn
vanilludropar

Aðferð:

1. Smjör, mjólk, vatn og vanilludropar hitað í potti þar til smjörið er bráðnað
2. Öll þurrefni sett í skál og blandað saman
3. Smjör/mjólkur/vatns/vanilludropa blöndunni blandað saman við þurrefnin og deigið hnoðað
4. Deigið látið hefast í klukkutíma


5. Þegar að deigið er búið að hefast í klukkutíma er því skipt í 4 búta
6. Hver bútur flattur út með kökukefli, þykktin fer eftir því hversu stórir snúðarnir eiga að vera
7. Smá smjör brætt í potti með 6 negulnöglum
8. Blanda kanil og sykri saman
9. Pennsla deigið með smjörinu og strá svo sykri yfir það
10. Rúlla upp deiginu og skera í bita. 


Ég pennslaði þá svo aftur með smjörinu og setti þá á pökunarpappír og inní 180°c heitann ofn (blástur) í 12 mínútur, 

Svona voru snúðarnir þegar að þeir komu úr ofninum


Svo er náttúrulega möst að setja smá súkkulaðikrem á þá.. í það fór eftirfarandi:

100 gr brætt smjör
300 gr flórsykur
50 gr kakó
vanilludropar
4 msk kaffi (eða tvær msk ef þú ert með espressó)
2 msk mjólk

Allt hrært saman



Þessar kíktu í snúðakaffi á Vegelins

xox
Emmý







No comments:

Post a Comment