Það var svo ótrúlega gott veður í síðustu viku að mér fannst ég verða að gera eina uppskrift af sumar cupcakes. Ástaraldin og rjómaostur varð fyrir valinu og ég skellti í 12 stykki.
Í kökurnar fór eftirfarandi:
125 gr ósaltað smjör
200 gr sykur
200 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
2 egg
vanilludropar
50 ml mjólk
kjöt úr 4 ástaraldin ávöxtum
Aðferð:
1. Þeyta saman sykur og smjör þangað til að blandan verður ljós
2. bæta við eggjum og vanilludropum
3.setja öll þurrefni í skál og hræra saman
4. setja helming af þurrefnunum, helming af mjólk, og helming af ástaraldin saman við smjörblönduna
5. hræra restinni saman við
Þær fóru inní 180°c heitann ofn í sirca 15 mín
Sumarlegt
Klárar í ofninn. Smá húsmæðratips.. ég nota alltaf ís-skeið til að setja deigið í formin
Svo var það kremið, mjööög einfalt og gott
113 gr smjör
113 gr rjómaostur
safi úr ferskri sítrónu eftir smekk (ég notaði 2 tsk)
Flórsykur (ég notaði í kringum 350gr)
Ég þeytti saman rjómaostinn og smjörið í smá stund. Mjög mikilvægt að osturinn og smjörið séu við stofuhita. Svo er bara flórsykri og sítrónu bætt við. Ef þér finnst kremið vera of þunnt skaltu setja meiri flórsykur.
Páskalegar
Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er bloggið í smá dvala, en þetta ástand mun vara þangað til í júní. Ég er að klára starfsnámið mitt og skrifa lokaritgerðina og það tekur u.þ.b allann minn tíma. Ég reyni eins og ég get að setja inn eitthvað skemmtilegt þegar að tími gefst en ég lofa að mæta tvíefld til leiks í byrjun sumars...
xox
Emmý
Hlakka til að fá þig til baka :) Verður að launa okkur þetta með því að blogga sjúklega mikið í fæðingaorlofinu ;)
ReplyDeleteKarí
Engar áhyggjur ljúfan, svo verð ég bara að mynda og hafa það huggulegt í sumar þannig að það verður nóg af bloggum ;)
DeleteJæja elsku vinkona. Er ekki kominn tími á nýtt blogg?
ReplyDeleteKem hér inn oft á dag og bíð eftir nýju fínu bloggi... :)
LOVE
Kv. Marra.