Eins og svo oft áður þá eyddi ég helginni á Burgemeester... Ég mætti hérna heldur þreytt á föstudagskvöldið, eftir fyrstu vinnuvikuna. Ég þarf semsagt að vakna klukkan 6 á morgnanna, og það er eitthvað sem húsfrúin þarf að venjast en það er búið að vera ótrúlega gaman og ég er að læra margt nýtt.
Við Mammz gerðum einn af okkar uppáhalds réttum í gærkvöldi, Bacalhau. Ég hélt alltaf að þetta væri spænskur réttur en Bjarki og Wikipedia tilkynntu mér áðan að hann er víst Portúgalskur.. Hann er ótrúlega einfaldur og góður og við fáum okkur alltaf þrumara (rúgbrauð) með...
Hlaupagarpurinn minn er að undirbúa sig undir hálf-maraþon í Mars og hljóp rúmlega 16km á meðan að við græjuðum morgunmat
Sætar systur í morgunsárið


Dagurinn hjá þessum byrjar alltaf á nýkreistum appelsínusafa og smá leik
Sætust
xox
Emmý
No comments:
Post a Comment