Thursday, 18 October 2012

Mánaðar gamall

Í dag er prinsinn minn mánaðar gamall, alveg skuldlaust besti mánuður sem ég hef lifað hingað til! 
Ég ætla að reyna að taka alltaf myndir af honum átjánda hvers mánaðar, hér eru nokkrar úr fyrstu myndatökunni.


Þessi myndataka byrjaði frekar erfiðlega

Svo varð hún bara næs



Verið að tékka hvort það sé brjóst þarna einhverstaðar

Pós


xox
Emmý



Saturday, 13 October 2012

Mamma

Nú hef ég tekið mér tæplega 2 mánaða bloggpásu. Í bloggpásunni afrekaði ég það að koma fullkomnum og yndislegum prins í heiminn. Hann fæddist 18.september og ég get alveg fullyrt að þetta er það ótrúlegasta og yndislegasta sem ég hef nokkurtíman gert. Prinsinn minn fékk nafnið Ólafur Dór og hann er það fallegasta sem ég hef séð og ég er alveg viss um að hann sé besta barn sem hefur fæðst í þennan heim :)

Ég fer hægt og rólega að detta aftur í blogg gírinn og lofa humar-pizzu-bloggi á næstu dögum, 

Nokkrum dögum áður en Ólafur Dór kom í heiminn

Fallegastur af öllum

Duglegur

Stórmerkilegt dót

Ný kominn heim af spítalanum

Það allra allra allra besta

xox
Emmý